Hvolpanámskeið að hefjast

Fyrsta hvolpanámskeiðið í Hveragerði/Selfossi fer fram á Ingólfshvoli, reiðhöll og í Hveragerði

Kennt verður mánudags- og miðvikudagskvöld í 7 vikur.

Staðsetningar og tímar

Mánudagskvöldum verðum við í reiðhöllinni á Ingólfshvoli,
hóparnir verða tvískiptir, kl. 19-20 og 20-21

Á miðvikudögum eru allir saman kl. 17:30-19
og erum við þá ýmist með fyrirlestra (sem eru hundlausir) eða með útiæfingar.

Upphafsdagur: 17. september
Lokadagur: 29. október
Tímafjöldi: 13 skipti

Tilkynnt verður í staðfestingarpósti í hvorn mánudagstímann þið eigið að mæta
Mánudagar eru “skyldumæting” og líka fyrstu 3 miðvikudagarnir sem eru fyrirlestrar. Aðrir miðvikudagar eru æfingar til að hjálpa fólki að ná tökum á hverju verkefni fyrir sig og því mæting valkvæð en mæli ég með að nýta alla tíma.

17/09 mánudagur:  kl . 19-20 Hópur I  – kl. 20-21 Hópur II
19/09 miðvikudagur 17:30-19 fyrirlestur / hundlaust
24/09 mánudagur:  kl . 19-20 Hópur I  – kl. 20-21 Hópur II
26/09 miðvikudagur 17:30-19 fyrirlestur / hundlaust
01/10 mánudagur:  kl . 19-20 Hópur I  – kl. 20-21 Hópur II
03/10 miðvikudagur 17:30-19 fyrirlestur / hundlaust
08/10 mánudagur:  kl . 19-20 Hópur I  – kl. 20-21 Hópur II
10/10 miðvikudagur 17:30-19 Úti Æfing
15/10 mánudagur:  kl . 19-20 Hópur I  – kl. 20-21 Hópur II
17/10 miðvikudagur 17:30-19 Úti Æfing
22/10 mánudagur:  kl . 19-20 Hópur I  – kl. 20-21 Hópur II
24/10 miðvikudagur 17:30-19 Úti Æfing
29/10 mánudagur:  kl . 19-20 Hópur I  – kl. 20-21 Hópur II

Verkfærin sem þið þurfið að koma með

Nammi í poka, mjög smáa bita
1 leikfang sem hvolpurinn hefur gaman að t.d. bolta í bandi, kaðal eða álíka
Kúkapoka
Taum, lágmark 1,2 m helst amk 2m (ekki Flexi eða útdraganlega tauma)
Hálsól og/eða beisli
Góða skapið

Skilyrði fyrir skráningu

Hvolpar/hundar þurfa að vera bólusettir og ormahreinsaðir.

Um hvolpanámskeiðið

Hentar öllum hundategundum, stórum og smáum. Sniðið að hvolpum 10 vikna til 8 mánaða.
Notast er við jákvæðar styrkingar til að kalla fram æskilega hegðun.

Verð og greiðsluupplýsingar

Námskeiðið kostar 38.000 kr. fyrir hvern hund.
Greiða þarf fyrir föstudaginn 14/09 til að tryggja sér pláss, hægt er að velja að greiða með millifærslu eða kreditkorti (hafið samband ).

Greiða má inn á 0537-14-405643 kt. 610212-0850 En route ehf.
Skýring má gjarnan vera nafn hunds
kvittun óskast send á kristin@kristinsigmars.is

Styrkir / niðurgreiðslur

Stéttarfélög mörg hver veita styrki vegna námskeiða. Hægt er að fá kvittun vegna námskeiðsgjalds til að sækja um styrk.

Námskeiðið gefur afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá sveitarfélögum. Sýna þarf 80% mætingu á námskeiðinu og hæfni í helstu skipunum í stuttu verkefni auk skriflegrar könnunar að loknu námskeiði til þess að fá viðurkenningu á útskrift.

 

Skráðu þig á námskeiðið hér.

© Kristín Sigmarsdóttir