Hvolpar, jú við elskum þá … en svo skyndilega byrjum við að hata þá og velta fyrir okkur hvort þetta var slæm hugmynd að fá þessa viðbót í fjölskylduna. Hér er smá umhugsunarefni áður en þú færð þér hvolp. Og fyrir þá sem þegar hafa fengið sér hvolpinn er gott að vita: ÞIÐ ERUÐ EKKI EIN ÞARNA ÚTI, VIÐ ERUM…
Í hundaþjálfun líkt og öðrum verkefnum þarf að vera með réttu tólin við hendina. Hundataumurinn er ekki stjórntæki eins og svo margir halda, heldur öryggistæki og tenging þín við hundinn. Ég er mikið spurð um það hvaða taumar eru bestir og hvaða taum ég noti, það er því miður ekki til eitt rétt svar við þessari spurningu en það er…
Byrjum á byrjuninni og skoðum : Fóðrun hunda og tilheyrandi hreinlæti. Hvaða val höfum við á hundadöllum, er einhver ein tegund betri en önnur og geta hundar verið með ofnæmi fyrir fóðurdöllum? Ég kem aðeins inn á hvort það geti verið gott að leyfa hundinum að stjórna hvenær hann étur og af hverju sumir kjósa að bleyta upp þurrfóðrið fyrir…
Mig langar að bjóða alla velkomna á efnisveituna mína, kristinsigmars.is. Ég er Kristín Sigmars hundaþjálfari og hér verða birtar upplýsingar um væntanlega námskeið, staðsetningar og verð. Hér er einnig að finna allar upplýsingar um mig og mína reynslu. Ég hef jafnframt opnað og boðið alla velkomna á fésbókar efnisveitunni minni Hundaþjálfun Kristínar. Munurinn á þessum tveimur síðum er einkum að…
Hundar eru þjálfaðir til vinnu um allan heim. Hundar eru til margs gagnlegir og eru þjálfaðir um allan heim til að finna ólíklegustu hluti, það virðast engin takmörk fyrir getu þessa besta vinar okkar. Hundaeign á Íslandi er sífellt að aukast. Þeim sem halda fleiri en einn hund fjölgar og samkvæmt dýralæknum virðist aukning vera á smáhundaeign umfram stærri hunda.…
Hvað eru ellimerki í hundum? Hvenær telst hundurinn minn gamall? Þegar hundar fara að eldast er líklegt að við verðum vör við ýmsar breytingar í fari þeirra, bæði líkamlegar og andlegar. Mikilvægt er að hafa augun opin fyrir þeim einkennum sem rekja má til aldurs eða hrörnunar. Því eitt er víst þeir munu ekki standa upp einn daginn og segja…