Mig langar að bjóða alla velkomna á efnisveituna mína, kristinsigmars.is. Ég er Kristín Sigmars hundaþjálfari og hér verða birtar upplýsingar um væntanlega námskeið, staðsetningar og verð. Hér er einnig að finna allar upplýsingar um mig og mína reynslu.
Ég hef jafnframt opnað og boðið alla velkomna á fésbókar efnisveitunni minni Hundaþjálfun Kristínar. Munurinn á þessum tveimur síðum er einkum að á Facebook mun ég deila nær daglega ráðleggingum er varða hundaþjálfun bæði tengt mínum viðskiptavinum og öðru sniðugu efni sem ég rekst á í rannsóknavinnu minni. Facebook efnisveitan verður því meira lifandi meðan vefsíðan er grunnefnisveitan þar sem ég safna helstu grunnupplýsingunum saman og öllu birtu efni sem ég mun gefa út.
Þá er öllum mínum myndböndum safnað saman á myndbandsefnisveitu eða á YouTube rásinni minni og munu þau verða birt með vali um íslenskan og enskan texta til að auðvelda öllum sem áhuga hafa að meðtaka efnið. YouTube auðveldar fólki að leita að myndefni sem tengist beint þeim vandamálum sem það er að glíma við eða velta fyrir sér.