Þetta er Kristín Sigmars
Tímalínan
Hvernig þetta allt byrjaði og vatt upp á sig
Fyrsti hundurinnsem hún átti sjálf, border collie blendingurinn Skuggi.
Fyrsta hundaæfingin með Björgunarhundasveit Íslands á Húsavík, mars 2001.
Flutti aftur til Reykjavíkur, ágúst 2001.
Hóf að æfa með Leitarhundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sept 2001.
Skráði sig í nýliðastarf Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sept 2001.
C-próf í víðavangsleit með Skugga.
Skuggi nær ekki c-prófi í snjóflóðaleit og fær ekki að halda áfram þjálfun í víðavangi vegna skapgerðarbresta.
Nýr hundur border collie frá Fossi í Bíldudal, Kútur.
C-prófi í víðavangsleit lokið með Kút.
Námskeið: FEMA / Björgunarskólinn, Reykjavík. Rústaleit með hundum, áhorfandi.
Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þjálfun lokið Björgunarmaður I og II.
Grunnþjálfun leitarhunds hjá Leitarhundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar lokið með B-prófi í víðavangsleit með Kút.
Grunnþjálfun í snjóflóðaleit með Kút lokið með b-útkallsprófi.
A-útkallsréttindi í víðavngsleit með Kút.
A-útkallsréttindi í snjóflóðaleit með Kút.
Tók við Schaeffer hundinum Ask frá Bolungarvík.
Námskeið: Leitarhundar / James Gall: sporleit
Hóf störf hjá Tollstjóra sem tollvörður.
Námskeið: Leitarhundar / James Gall: sporleit
Leiðbeinendanám : Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar / Leitarhundar S.L.
Námskeið: Leitarhundar / James Gall: sporleit
Nám við Tollskóla ríkisins samhliða starfsþjálfun sem hundaþjálfari.
Útskrift Tollskóla ríkisins: Tollvörður
Staðist þjálfun hundaþjálfara með fíkniefnaleitarhund.
Viðurkenndur leiðbeinandi og dómari fyrir Leitarhunda í snjóflóðum, víðavangsleit, vatna-, rústa- og sporleit.
Tók við spor- og blóðhundaverkefni Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Hætti störfum sem hundaþjálfari hjá Tollstjóra.
Hætti með Kút á útkalli í snjóflóða/víðavangsleit á vegum Leitarhunda, sökum aldurs og heilsu Kúts.
Fór í starfsnám til Genf í Sviss hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, á vegum Tollstjóra.
Björgunarsveit Hafnarfjarðar: Hóf störf formlega sem hundaþjálfari með sporhund í útkallsþjálfun.
Flutti inn blóðhund frá USA fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Perla kom úr einangrun sumardaginn fyrsta 9. apríl 2012.
Kristín eignaðist frumburð sinn 26. apríl 2012
Aðstoðardómari við úttektir fíkniefnaleitarhunda Tollstjóra.
Námskeið: Georgia K9 / John Salem, Denver USA. Þjálfun sporhunda.
Námskeið: Klaas Kids Foundation / Brad Dennis, Denver/Lakewood, USA. Þjálfun líkleitarhunda.
Lét af störfum hjá Tollstjóra, des 2013.
Námskeið: Georgia K9 / John Salem, USA. Þjálfun sporhunda. Áhorfandi.
Hóf störf hjá Vetis ehf. sem sölumaður í hlutastarfi.
Fjölskyldan fékk nýjan hund Flóka, Golden Retriever.
Námskeið: Björgunarhundasveit Íslands / Alexandra Grunow. Sporhundanámskeið, áhorfandi.
Námskeið: Hundastefnan: Atferli hunda I
Námskeið: Björgunarsveit Hafnarfjarðar/Kristín Sigmarsdóttir + Georgia K9 / Alis Dobler, Hafnarfirði. Sporhundanámskeið með eigin hund.
Lét af störfum sem sporhundaþjálfari Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, mars 2015.
Yngri dóttir Kristínar fæðist 15. sept 2015.
Tók við verkefni að velja og finna fleiri blóðhunda fyrir BSH.
Flutti inn blóðhund frá Ungverjalandi fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar, tíkin fékk nafnið Urta.
Hætti störfum hjá Vetis í júní 2018.
Námskeið fyrir almenning hefjast, ágúst 2018.
Hvers vegna þjálfa hundinn?
Að fá sér hund er skuldbinding út ævi hundsins. Hlýðniþjálfun er frábær leið til að kynnast hundinum sínum og hvernig hann tjáir sig. Það er einnig frábær leið fyrir hann að læra hvernig þú tjáir þig. Ég get hjálpað ykkur að finna og æfa tjáningarform sem hentar ykkur báðum og auka þannig samband ykkar og lífsgæði.
Kristín Sigmars, hundaþjálfari