Nú er loks AFTUR í boði að fá mig í einkatíma og/eða ráðgjöf, bæði í síma, heim til ykkar og hjá mér.
Hef notað tímann í upphafi sumars 2024 og fært mig í aðstöðu í Hveragerði og Selfossi – von er á nýrri staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu með haustinu.
Kennsluvefurinn er nú tengdur hér efst í hægra horninu og ný vefslóð www.hundathjalfari.is er nú virkt sem leiðsögn inn á þessa síðu.
Einkatímar eru í boði virka daga milli 10-15/16 og hóptímar eru almennt frá kl. 17-21 skv. skipulagi hverju sinni.
En svo getur það verið samningsatriði hvernig og hvenær þjálfun er háttað.
Þá ráðlegg ég í mörgum tilfellum fólki að taka einkatíma heima hjá þeim eftir umfangi og eðli verkefnisins sem glímt er við og sífellt vinsælt er að “fá þjálfarann heim” og fer sú þjálfun oft fram á meðan eigendur eru í vinnu. Ég tek hunda einnig heim til mín í þjálfun og er það helst vinsælt að nýta sér í erfiðum tilfellum og þegar fólk fer í sumarfrí.
Von er á að námskeiðin verði fljótandi milli svæða á Suðurlandi eins og áður: Í Hveragerði, Ölfusi, á Skeiðum og á Selfossi – eftir fjölda þátttakenda og búsetu þeirra. Þá á námskeiði sér 1 heimastöð en við notum ýmist Hveragerði eða Selfoss seinni part námskeiðs til að æfa hundana undir “borgar áreiti”.
Verð því ekki lengur á Stórhöfða Rvk með daglega starfsstöðu, en kem til með að vera þar með einstaka námskeið. Þjálfun í sumar á höfuðborgarsvæðinu verður því nær eingöngu í boði í formi einkatíma og ráðgjafar í heimahúsi og “þjálfari heim”.
Hlakka til að halda áfram að vinna með hundana ykkar og með ykkur.