Næstu námskeið á dagskrá eru:
Grunnnámskeið fyrir hvolpa (4-8 mánaða) :
HVERAGERÐI OKTÓBER: 21/10 – 20/11 2024 (mánu- og miðvikudaga kl. 18:30)
SELFOSS OKTÓBER: 22/10 – 21/11 2024 (þriðju – og fimmtudagar 19:15)
SELFOSS NÓVEMBER: 19/11 – 14/12 2024 (laugard. kl. 10 og fimmtudagar kl. 18:15)
NEXT COURSE IN ENGLISH for puppies 4-12 months : SELFOSS October ´24: 22/10 – 21/11 2024 (Tuesdays & Thursdays at 18:15)
Næsta námskeið fyrir unghunda/framhaldsnámskeið (8-24 mánaða):
SELFOSS NÓVEMBER: 5/11 – 28/11 2024 kl. 20:15
Notast er við jákvæðar styrkingar til að kalla fram æskilega hegðun. Fókusað er á “handfrjálsa hundaþjálfun” sem felur í sér að fá hundinn í lið með sér með fasi, handahreyfingum og orðum en ekki leiðréttingum/þvingunum eða stýringu með taumnum. Við lærum að fá hundinn til að vera samtaka okkur og velja að vera með okkur í liði, þannig lágmörkum við skammir og leiðréttingar.
Verkfærin sem þið þurfið að koma með
Nammi í poka, mjög smáa bita
1 leikfang sem hvolpurinn hefur gaman að t.d. bolta í bandi, kaðal eða álíka
Kúkapoka
Taum, lágmark 1,8 m helst amk 2m (ekki Flexi eða útdraganlega tauma)
Hálsól og/eða beisli
Góða skapið
Skilyrði fyrir skráningu
Hvolpar/hundar þurfa að vera bólusettir (fyrstu 2 af 3 bólusetningum amk.) og ormahreinsaðir.
Greiðsluupplýsingar
Hægt er að velja að greiða með kreditkorti, millifærslu eða staðgreiðslu.
Staðfesta þarf þátttöku með greiðslu námskeiðsgjalds við skráningu.
Styrkir og niðurgreiðslur og afsláttur af hundaleyfisgjöldum
Stéttarfélög mörg hver veita styrki vegna námskeiða. Hægt er að fá kvittun vegna námskeiðsgjalds til að sækja um styrk.
Námskeiðið er viðurkennt af heilbrigðiseftirlitinu og gefur afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá sveitarfélögum.
Sýna þarf 80% mætingu á námskeiðinu og hæfni í helstu skipunum í stuttu verkefni auk skriflegrar könnunar að loknu námskeiði til þess að fá viðurkenningu á útskrift.