Byrjum á byrjuninni og skoðum : Fóðrun hunda og tilheyrandi hreinlæti. Hvaða val höfum við á hundadöllum, er einhver ein tegund betri en önnur og geta hundar verið með ofnæmi fyrir fóðurdöllum? Ég kem aðeins inn á hvort það geti verið gott að leyfa hundinum að stjórna hvenær hann étur og af hverju sumir kjósa að bleyta upp þurrfóðrið fyrir hundinn sinn.
Þá er einn mikilvægasti þátturinn varðandi fóðrun hunda og skálarnar þeirra hreinlætið í kringum þær og það er aðalefni myndbandsins. Matar- og drykkjarskálar hunda þarf að hugsa vel um, ef það koma skemmdir í þær t.d. brotnar upp úr keramiki eða gat kemur ytri húðina á stáldalli þannig að ryð fer að myndast er kominn tími til að endurnýja.
Hér fjalla ég stuttlega um mikilvægi hreinlætis í kringum mat og vatn hundsins, hvernig fóðrun hundanna fer fram á mínu heimili.
ATHUGIÐ að myndbandið er textað með íslenskum og enskum texta! Veljið CC og í tannhjólinu/Settings má velja tungumálið sem þið kjósið.