Í hundaþjálfun líkt og öðrum verkefnum þarf að vera með réttu tólin við hendina. Hundataumurinn er ekki stjórntæki eins og svo margir halda, heldur öryggistæki og tenging þín við hundinn.
Ég er mikið spurð um það hvaða taumar eru bestir og hvaða taum ég noti, það er því miður ekki til eitt rétt svar við þessari spurningu en það er misjafnt hvaða taum ég nota eftir því hvað ég er að æfa. Hér fjalla ég um val á taumum, kosti og galla helstu tauma og hvaða taumur verður lang oftast fyrir valinu hjá mér og hvaða taumum ég mæli alls ekki með.
Kíktu á nýjasta myndbandið mitt:
Allir taumar sem fjallað erum í myndabandinu fást í vefversluninni dýrafóður.is og þetta er minn uppáhaldstaumur: Nobby Classic og þetta eru 5 metra löngu taumarnir mínir og svo sá 10 metra langi.