Myndband og í kjölfarið blaðaviðtal

Fyrr í vikunni birti ég myndband á Facebook síðu minni, stuttar hugleiðingar um skoðun mína á staðhæfingu breskrar konu um að vinnuhundar væru neyddir til vinnu því þeir hefðu ekki gefið samþykki sitt fyrir að vinna vinnuna.

Þeir sem þekkja mig vita að vinnuhundar og nýting hunda til góðra verkefna hefur átt hug minn alla ævi og tók sterka bólfestu í mér 1996 eftir snjóflóðin hörmulegu á Vestfjörðum. Svo ég lýsti skoðun minni í þessu myndbandi sem fór síðan á flug í netheimum og í kjölfarið fékk ég í mikinn meðbyr frá hundaeigendum, þjálfurum og “hundasamfélaginu” öllu eins og það kallast orðið. Fréttablaðið hafði síðan samband og bað mig að svara nokkrum spurningum og rökstyðja mál mitt.

Myndbandið má sjá hér á Hundaþjálfun Kristínar

Viðtalið má sjá hér: https://www.frettabladid.is/frettir/hundar-eiga-a-vera-me-vinnu

© Kristín Sigmarsdóttir