Yfir 20 ára reynsla af hundaþjálfun
E-mail: kristin@kristinsigmars.is
Brief info

Kristín hóf þjálfun leitarhunds 2001. Hún hefur með árunum aflað sér þekkingar í þjálfun hunda með sérstökum áhersluþunga á þjálfun vinnu- og leitarhunda. hún starfaði með útkallshund í leit og björgun að týndu fólki í 10 ár og vinnur enn markvisst með samtökunum um þjálfun víðavangs-, spor- og snjóflóðaleitarhunda.

Hún hefur setið fjölda námskeiða hér heima og erlendis varðandi hunda og hundaþjálfun, einkum í þjálfun vinnuhunda, fóðrun hunda auk 4 skyndihjálparnámskeiða fyrir hunda.

Kristín Sigmarsdóttir ákvað að verða hundaþjálfari 1996 þá aðeins 16 ára gömul eftir að hafa horft á fræðslumynd um Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hún fékk sér sinn fyrsta hund er hún flutti úr foreldrahúsum tvítug með það að markmiði að þjálfa hann til leitar að týndu fólki. Hún fór á fystu æfinguna í mars 2001 og þá var ekki aftur snúið. Sá hundur reyndist hins vegar ekki leitarhundaefni en gaf henni mikla innsýn í hvernig lesa má drif í hundum, áhuga á vinnu, neikvætt stress og skapgerðarbresti.

Kristín hefur með árunum aflað sér þekkingar í þjálfun hunda með sérstökum áhersluþunga á þjálfun vinnu- og leitarhunda. Áhugi á atferli hunda og atferlisfræðum vaknaði fljótlega og 2010 byrjaði Kristín markvisst að afla sér þekkingar á því sviði. Hún fór á fyrsta formlega hundaatferlinámskeið árið 2015 hjá Hundastefnunni. Hún hefur setið 4 skyndihjálparnámskeið fyrir hunda.

Kristín var formaður Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 4 ár auk þess að vera ritari félagsins í 2 ár þar á undan. Hún hefur starfað sem hundaþjálfari við þjálfun ólíkra leitarhunda, farið á námskeið erlendis, komið að námskeiðshaldi hér heima og flutt inn erlenda leiðbeinendur, þá er hún viðurkenndur dómari á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í snjóflóða-, víðavangs- og líkleit auk rústa-, og sporaleit síðan 2007. Kristín starfar í sjálfboðaliðavinnu sem leiðbeinandi og dómari hjá Leitarhundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Kristín hefur átt ólíkar hundategundir: blendinga, Border Collie, enskan Springer Spaniel, Schaeffer, Golden Retriever og Doberman og séð um blóðhunda/Bloodhounds. Fleiri tegundir hafa farið í gegnum þjálfun hjá henni.

Í gegnum starf sitt hjá Vetis ehf. sem sölustjóri gæludýravara og fóðurs sótti hún þjálfun í fóðrun hunda og kynnti sér fóðurþarfir hunda í þaula, með sér áherslu á of þunga heimilishunda annars vegar og fóðrun vinnu- og veiðihunda.

Kristín hefur mikinn áhuga á atferlismótun hunda, hæfni hunda til að finna ólíka hluti/efni og nýtingu hunda til atferlis/ samskiptamótunar fyrir einstaklinga, einkum börn og val á hundum í verkefni við hæfi.

Ferilskrá:

2021 Stofnaði Gæludýraklíníkina ehf ásamt 3 röskum dýralæknum
2020 Flutti blóðhundinn Pílu frá Ungverjalandi til Spánar og sá um hvolpauppeldi fyrir leitarhund fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
2020 Opnaði hundaþjálfunarskóla á Spáni, enska vefinn og YouTube rásina k9-Kristín
2018 Opnaði Hundaþjálfun Kristínar Sigmars í Hveragerði og Kópavogi – ásamt íslenskri Youtube rás
2014-2018 Sölu- og markaðsstjóri Vetis ehf / Belcando Ísland / dýrafóður.is
2017 Flutti inn blóðhundinn Urtu frá Ungverjalandi fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
2016 Námskeið Bewital GmBH: fóðrun hunda. Samskonar námskeið um fóðrun katta.
2015 Lét af störfum sem hundaþjálfari með sporhund hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar vegna barneigna. Tók við ábyrgð á að finna og hefja innfllutning á fleiri blóðhundum.
2015 Björgunarhundasveit Íslands / Alexandra Grunow. Sporhundanámskeið, áhorfandi.
2015 Hundastefnan: Atferli hunda I
2015 Björgunarsveit Hafnarfjarðar/ Georgia K9 / Alis Dobler, Hafnarfirði. Sporhundanámskeið með eigin hund.
2014 Námskeið Bewital GmBH: fóðrun hunda, næringarþarfir og mikilvægi réttra innihaldsefna. Einnig námskeið um fóðurþörf katta.
2014 Hóf störf hjá Vetis ehf sem sölumaður gæludýravara/fóðurs, hlutastarf.
2014 Georgia K9 / John Salem, USA. Þjálfun sporhunda. Áhorfandi, með láns hund.
2013 Aðstoðardómari við úttektir fíkniefnaleitarhunda Tollstjóra.
2013 Georgia K9 / John Salem, Denver USA. Þjálfun sporhunda.
2013 Klaas Kids Foundation / Brad Dennis, Denver/Lakewood, USA. Þjálfun líkleitarhunda
2012-2015 Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Hundaþjálfari með sporhund í útkallsþjálfun.
2012 Flutti inn blóðhundinn Perlu frá USA fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
2012 Stofnaði eigin rekstur ásamt sambýlismanni sínum Óla H ljósmyndara, En route ehf.
2011 Starfsnám hjá EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, í Genf í Sviss á vegum Tollstjóra.
2011 Hætti með útkallshund í snjóflóða/víðavangsleit á vegum Leitarhunda, sökum aldurs hunds.
2010 Tók við spor/blóðhundaverkefni Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
2010 Hætti störfum sem hundaþjálfari hjá Tollstjóra.
2009 Viðurkenndur leiðbeinandi og dómari fyrir leitarhunda í snjóflóðum, víðavangsleit, vatna-, rústa- og sporleit.
2008 Leitarhundar SL / James Gall, Reykjavík. Þjálfun sporhunda, með eigin hund.
2007-2008 Tollskóli ríkisins: nám Tollvörður. ásamt starfsnámi hundaþjálfara.
2007 Leitarhundar SL / James Gall, Reykjavík. Þjálfun sporhunda. Áhorfandi.
2007-2009 Leiðbeinendanám : Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar / Leitarhundar S.L.
2006 Hóf störf hjá Tollsjtóra sem afleysinga-tollvörður
2004-2011 Leitarhundar S.L. A-próf útkallsréttindi í víðavangs- og snjóflóðaleit.
2003-2004 Leitarhundar S.L. B-próf útkallsréttindi í víðavangs- og snjóflóðaleit.
2002 FEMA / Björgunarskólinn, Reykjavík. Rústaleit með hundum.
2001-2003 Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þjálfun Björgunarmaður I og II.
2001-2003 Grunnþjálfun leitarhunds hjá Leitarhundum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, C-próf.

© Kristín Sigmarsdóttir