Hundaþjálfun Kristínar Sigmars
einkatímar og hópnámskeið
Lærum og leikum, bætum samskipti og traust. Vinnum saman á jákvæðan máta.
Einkaráðgjöf og einkaþjálfun í höfuðborginni og nágrenni.
Fjarkennsla fer fram í gegnum Zoom og samfélagsmiðla - staðsetning þín er því ekki fyrirstaða.
Hlýðniþjálfun hunda er atferlisþjálfun, við mótum hegðun hundsins með því að verðlauna þá hegðun sem við viljum ýta undir. Samband hunda og eigenda er eins og hvert annað samband sem við eigum í hvort sem það er við vini, maka eða börn. Það er samband sem er gegnsætt og byggir á trausti og samskiptum. Hvort sem það er kallað hundaþjálfun eða hlýðniþjálfun, hvers konar æfingar er nauðsynlegar til að mynda samskiptabrú milli tveggja ólíkra tegunda sem tjá sig með sitthvoru tjáningarforminu.
Njóttu þess svo að vinna með hundinum þínum, alla ævi!






Þjálfarabloggið fullt af greinum og kennsluefni - Frítt lesefni

Já nú er ég alflutt til Íslands og komin með frábæra starfsaðstöðu. Ég kom til landsins vorið 2021 með fjölskylduna, 2 hunda, börn og búslóð. Heimsfaraldur var ekki alveg málið þegar maður er að útvíkka reynsluheim sinn í útlöndum. Mér bauðst frábært tækifæri, 3 öflugar konur dýralæknar að mennt höfðu tekið sig saman og ætluðu að opna nýja dýralæknastofu á…

Ég verð að segja að verkefnið sem ég tók að mér að ala upp blóðhundshvolpinn Pílu hefur verið bæði litríkt og ævintýralegt. Það er alveg sama hvað maður hefur alið upp marga hunda, setið mörg námskeið eða hlustað á marga fyrirlestra og talað við marga spekinga. Á milli hunda og hvolpa eru alltaf ákveðin atriði sem gleymast, kannski svipað og…

Ég tók upp myndband þegar hundurinn minn hann Flóki fékk torkennilegt sár ofan á kollinn. Húðin var bleik og bólgin eða þrútin og hárin ofan á þessum bletti voru öðruvísi en venjulega (þurrari og stóðu beint út eins og strá) mér datt í hug að þetta gætu verið húðbólga eða sýking í hárakirtlunum. Þegar ég fylgdist með sárinu versnaði það…