Hentar öllum hundategundum, stórum og smáum. Sniðið að hvolpum 10 vikna til 8-12 mánaða.
NÆSTA NÁMSKEIÐ SUÐURLANDI HEFST 2. JÚLÍ 2024 – SKRÁNING HÉR
Um námskeiðið:
Notast er við jákvæðar styrkingar til að kalla fram æskilega hegðun.
Námskeiðið er 8 skipti: ca 75-90 mín hvert skipti (Verkleg kennsla 10 klst) auk 5 veffyrirlestra.
Samtals 20 kennslustundir.
Námskeiðið fer fram að mestu utandyra og amk. 1 kennslustund er notuð í að fara og æfa i raunaðstæðum (á svæði þar sem er erill og truflun).
Í lok hverrar kennslustundar er lögð fyrir heimavinna, æfingar sem þarf að vinna frekar í heima fyrir næsta tíma.
Hádegistímar eru þó 10 skipti og eru tímarnir að jafnaði um 1 klst.
Árangursríkar aðferðir kenndar við að kenna hvolpum góða siði líkt og:
- komdu / innkall og hvernig á að ná sambandi við hundinn sinn
- stýrum athyglinni
- sestu og sitja kyrr
- leggstu og liggja kyrr
- þægileg taumganga og notkun taums sem öryggistækis
- bíddu og fjallað um neyðarstopp
- leita og mikilvægi þess að þjálfa nefið
- sækja og skila og tengingar þess við innkallsæfingar og orkulosun
- bælið og griðarstaður hundsins
Fyrirlestrar eru aðgengilegir á kennsluvef og eru 4 á námskeiðinu, hver fyrirlestur er 25-40 mín.
Þá eru einnig stuttir örfyrirlestrar í hverjum tíma, ca 10-15 mín. þar sem hvolpunum er kennt að slaka á innan um aðra hunda meðan eigendur fá fræðslumola.
Skriflegt próf er í lok námskeiðs úr öllu efninu.
Farið er m.a. yfir eftirfarandi atriði:
- Reglugerðir um hundahald : Hveragerði og Ölfus, Selfossi, Reykjavík eða í því sveitarfélagi sem námskeiðið er haldið/þáttakendur eru frá.
- Umhirða felds, húðar, nagla, eyrna og tanna. Fóðrun og annað sem snýr að velferð dýrsins.
- Merkjamál hunda, hvernig hundar tjá sig. Hvenær hundi líður illa, hvenær hann gæti bitið. Hvernig lesa skal vanlíðan og hvernig bregðast skal við.
- Þroskaskeið hunda. Hvernig hundar læra og hvenær við erum með athyglina þeirra til þess að geta kennt þeim. Hvernig umhverfið mótar þá og hvernig við getum stýrt umhverfinu okkur í hag.
- Hvað er stress og hvenær er það að hjálpa okkur/vinna á móti okkur. Ólíkar hundategundir skoðaðar og bornar saman.
- Hvernig má lágmarka stressi í hundum
- Árangursríkar hundaþjálfunaraðferðir ræddar og útskýrðar.
- Ábyrgð hundaeigandans gagnvart dýrinu og almennt um dýravelferð.
- Fjölskylduumhverfið: Börn og hundar, hunda og gamalt fólk og griðarstaður hunda á heimilinu
- Að kynnast ókunnugum hundi, að hitta aðra hunda og læra að umgangast þá
- Hvers vegna hvolpar þurfa að læra að dreifa huganum og ná ró í ókunnum aðstæðum
- Dýralæknir, gestafyrirlestur: algengustu vandamál tengd hundahaldi, hiti, bólusetningar, örmerki ofl. áhugavert.
Námskeiðið gefur afslátt af hundaleyfisgjöldum
Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis:
Nammi í poka, mjög smáa bita
1 leikfang sem hvolpurinn hefur gaman að t.d. bolta í bandi, kaðal eða álíka (helst ekki m/tístu)
Kúkapoka
Taum, lágmark 1,5 m helst amk 2m (ekki Flexi taum)
Hálsól og/eða beisli
Bókun á námskeið og greiðsla námskeiðsgjalds
Verð á námskeið 48.500 kr fyrir hund, hverjum hundi mega fylgja 2-3 þátttakendur. 1 aðili æfir hundinn í hverjum tíma og aðrir fylgjast með og geta fengið smá leiðsögn í lok tíma svo heimavinna gangi vel.
Hvolpar/hundar þurfa að vera bólusettir (amk. búnir með 2 af 3 sprautum) og ormahreinsaðir.
Námskeiðsgjald óskast greitt strax við skráningu.
Sé meira en 4 vikur í námskeið telst skráning staðfest með skráningargjaldi sem er 50% af námskeiðsgjaldinu. Staðfestingargjald er óendurkræft. Uppgjör á námskeiðsgjaldinu skal fara fram í síðasta lagi í fyrsta tíma námskeiðs.
Öll námskeið hér að ofan eru einnig í boði sem einkanámskeið en ákveðnum hluta námskeiðanna er eðli málsins samkvæmt ekki hægt að ljúka nema í hóptíma með öðrum hundum. Verð á einkanámskeiði fer eftir staðsetningu, námskeiði og hundi.