NÆSTA NÁMSKEIÐ 2022 

4 tíma námskeið til að losa hundinn þinn við bílhræðslu og styrkja samband ykkar.

Í nútímasamfélagi er mikilvægt að hundafélagar okkar geti farið í bílferðir bæði langar og stuttar. Er hundurinn þinn hræddur í bíl og/eða bílveikur?
Vill hann alls ekki hoppa upp í bílinn og/eða másar og jafnvel slefar allan tímann meðan á ferðinni stendur?
Ertu búin/n að reyna öll tæki og tól, hundaöryggisbelti, búr og hafa hann lausan?
Stafar hætta af þér í umferðinni því þú ert með hugann við hræddan og órólegan hundinn frekar en umferðina?
Sýnir hundurinn kannski ýmis önnur einkenni óöryggis við aðrar aðstæður sem hægt er að finna lausnir á í leiðinni?

Hræðsla við bíla og vanlíðan í bíl er algengt hjá hundum sem ekki hafa verið vandir rétt við bíl í uphafi. Vandinn er auðleystur með jákvæðu viðhorfi og staðfestu af hálfu hundaeigandans.

Kennslustundir eru 4x 60 mín. Kennt er með viku millibili.
Uppsetning kennslustunda: Hver tími er 15 mín fyrirlestur og 45 mín æfingar. Hundaeigendum eru sýndar hagnýtar æfingar til að gera með hundinum sínum til þess að losa hann undan bílhræðslu og óöryggi tengt bílnum. Farið er heim með æfingaprógramm sem félagarnir vinna sig í gegnum fram að næsta tíma.

Skráning fer fram hér.

 

© Kristín Sigmarsdóttir