Já nú er ég alflutt til Íslands og komin með frábæra starfsaðstöðu. Ég kom til landsins vorið 2021 með fjölskylduna, 2 hunda, börn og búslóð. Heimsfaraldur var ekki alveg málið þegar maður er að útvíkka reynsluheim sinn í útlöndum. Mér bauðst frábært tækifæri, 3 öflugar konur dýralæknar að mennt höfðu tekið sig saman og ætluðu að opna nýja dýralæknastofu á höfuðborgarsvæðinu.
Við lögðum mikla vinnu saman í undirbúning, rekstraráætlun og leit að húsnæði þar til ég gat pakkað saman og flutt aftur heim. Fljótlega eftir komuna til landsins skrifuðum við undir leigusamning á Stórhöfða 17 og hófum vinnu við að gera hrátt verslunarhúsnæði að dýralæknastofu. Nafnið kom snemma upp í ferlinu með nýjum starfshátttum, ferskum vindum og með sérhæfða starfsemi í huga varð Gæludýraklíníkin fyrir valinu. 3 dýralæknar (þar af 1 sérhæfð sem tannlæknir, 1 í sérhæfingu á augnsköðum) og reyndur hundaþjálfari, saman erum við sterkari.
1. júlí 2021 tók Gæludýraklíníkin til starfa og frá degi eitt var Hundaþjálfun Kristínar Sigmars hluti af þjónustunni. Ég er því stolt að segja frá þessu nýja frábæra samstarfi sem við höfum nú prufukeyrt í hálft ár og í raun er að átta mig á að nafnið og lógóið mitt, kennileiti mitt er smám saman að dragast inn í Gæludýraklíníkina og það er bara gott mál. Hér eigum við nú heima og hef ég bæði verið með fyrirlestra og námskeið í móttökunni á Stórhöfða 17 og svo erum við í samstarfi við hundasnyrtistofuna Hundaheppni með æfingasal á Eirhöfða 14.
Hér er ég með einkatíma og ráðgjöf, bæði í síma og á staðnum virka daga milli 10-15 og hóptíma frá kl. 17-21 skv. skipulagi hverju sinni. Ég hef líka verið með námskeið á Suðurlandi eins og áður, nú á Selfossi og á Skeiðum. Þá ráðlegg ég í sumum tilfellum fólki að taka einkatíma heima hjá þeim eftir umfangi og eðli verkefnisins sem glímt er við. Samhliða þjálfun er ég framkvæmdastjóri fyrirtækisins og leysi af sem aðstoðarmaður dýralækna þegar þess þarf. Ég finn að viðskiptavinum okkar finnst gott að hitta á mig stuttlega til skrafs og ráðagerðar þar sem líkamleg og andleg heilsa hunda er nátengd.
Ráðgjöf er veitt í síma 55 60 700 og nýtt netfang er kristin(hjá)gdk.is
Gæludýraklíníkin og Hundaþjálfun Kristínar Sigmars er á Stórhöfði 17, verið velkomin til okkar.