Hef birt nýtt myndband á YouTube veitunni minni undir heitinu Hvernig get ég látið hundaæfingarnar ganga upp?
Myndband dagsins fjallar um hvernig hægt er að hámarka árangur æfinga, mikilvægi þess að hundurinn sé rólegur við æfingar og hvernig hann er móttækilegastur fyrir áframhaldandi æfingar.
Hvenær er hundurinn þinn helst móttækilegur til að læra og æfa með þér? Í hvaða hugarástandi er hann líklegastur til að læra og ná árangri í því sem þú vilt þjálfa hann í? Hvernig þarft þú að haga þér til að framkalla hans bestu hliðar? Hvernig ættirðu að skipuleggja æfingarnar til að hámarka ávinning ykkar beggja? Lykillinn að hundaþjálfun er yfirvegun og rétt hugarástand. Hér eru mín ráð um hvernig þú getur náð árangri í að þjálfa hundinn þinn og komið ykkur upp á næsta stig þjálfunar.
Minni á námskeiðin sem eru að hefjast í janúar.