Hentar öllum hundategundum, stórum og smáum. Sniðið að ungum hundum 8-24 mánaða. Hentar einnig eldri hundum sem vantar ný verkefni eða hafa eignast nýja eigendur.
NÆSTA NÁMSKEIÐ:
SELFOSS NÓVEMBER: 5/11 – 28/11 2024 kl. 20:15 – SKRÁNING HÉR
8 skipti X 1 KLST
Árangursríkar aðferðir kenndar við að kenna hundum góða siði líkt og ganga fallega í taum, bíða, ekki stela mat, stoppa/hægja á, lausa ganga án taums og nokkur skemmtileg partýtrix tekin fyrir. Þá eru rifjaðar upp og farið ítarlegar í fyrri skipanir: komdu, sestu, leggstu, leita, sækja og skila, bælið.
Notast er við jákvæðar styrkingar til að kalla fram æskilega hegðun.
Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis:
Nammi í poka, mjög smáa bita
1 leikfang sem hvolpurinn hefur gaman að t.d. bolta í bandi, kaðal eða álíka
Kúkapoka
Taum, lágmark 1,2 m helst amk 2m
Hálsól og/eða beisli
Bókun á námskeið og greiðsla námskeiðsgjalds
Verð á námskeið miðast við hund, hverjum hundi mega fylgja 2 þátttakendur.
Hundar þurfa að vera bólusettir og ormahreinsaðir.
Grunnnámskeið II kostar 30.500 kr, 6 x 1 klst.
Hægt er að velja að greiða með millifærslu, kreditkorti eða PEI.
Staðfesta þarf þátttöku með greiðslu staðfestingar 15.000 kr.
Sé meira en 4 vikur í námskeið telst skráning staðfest með skráningargjaldi sem er 50% af námskeiðsgjaldinu. Staðfestingargjald er óendurkræft. Uppgjör á námskeiðsgjaldinu skal fara fram í síðasta lagi í fyrsta tíma námskeiðs.
Öll námskeið hér að ofan eru einnig í boði sem einkanámskeið en ákveðnum hluta námskeiðanna er eðli málsins samkvæmt ekki hægt að ljúka nema í hóptíma með öðrum hundum. Verð á einkanámskeiði fer eftir námskeiði og hundi.